Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2024 11:11 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með málefni innanlandsflugvalla. Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær. Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær.
Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08