Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2024 20:30 Tindastóll vann góðan sigur. Vísir/Anton Brink Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum. Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira