Veður

Rigning eða súld um mest allt landið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Regnjakkinn er líklega góður með alla helgina.
Regnjakkinn er líklega góður með alla helgina. Vísir/Vilhelm

Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn.

Svipað veður verður á morgun og mánudag með suðvestan 8-13 m/s og skúrir en þurrt að kalla austantil. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.

Svipað veður á þriðjudag og miðvikudag en svo fer rigningarsvæði yfir landið á fimmtudag og þá hlýnar aðeins fyrir norðan.

Nánar á vef Veðurstofunnar. Færð er víðast hvar greið en hægt er að sjá upplýsingar um vegaframkvæmdir og færð á vef Vegagerðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Suðvestan 5-13 m/s. Víða skúrir, en bjart með köflum á Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Á mánudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir, en úrkomulítið austantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 5-13 og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 14 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og skúrir, en bætir í rigningu sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Austlæg átt og rigning en þurrt að kalla norðaustantil fram undir kvöld. Hiti 10 til 17 stig.

Á föstudag:

Norðlæg átt og rigning eða súld, en úrkomulítið á vestanverðu landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×