Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 12:18 Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir. Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir.
Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira