„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 16:18 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vilhelm/Arnar „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“ Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“
Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira