Liðið var þegar búið að tryggja sig áfram með 29-17 sigri á Makedóníu í gær en sigurinn í dag þýðir að liðið fer með tvö stig í milliriðil. Þrír sigrar í þremur leikjum í hús.
Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk en Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir skoruðu báðar fimm. Allir leikmenn liðsins nema tveir komu við sögu í dag. Þá varði Anna Karólína Ingadóttir 14 skot, eða helminginn af öllum skotunum sem rötuðu á rammann meðan hún stóð í honum.
Næsti leikur liðsins er gegn Svartfellingum á mánudaginn og á þriðjudag mætir liðið Portúgal.