Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 07:00 Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og tekur því hlutverki alvarlega Getty/Joe Prior Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira