Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 07:50 Sverrir Norland er nokkuð langt frá því að vera ánægður með sumarlokanir á bókasöfnum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Í skoðanagrein sem Sverrir birti á Vísi í morgun, sem ber yfirskriftina Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt, segir Sverrir að sjö ára dóttir hans lesi eins og vindurinn. Stundum þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnist einnig gaman að horfa á bíó- og teiknimyndir, en hann eigi í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnisveitur Ríkisútvarpsins og Símans séu heldur fátæklegar í samanburði við Netflix, Disney, og franskar efnisveitur. „Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum),“ skrifar Sverrir. Banvæn blanda íslensku og YouTube-ensku „Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur.“ Hann finni sterkt fyrir því að neysla fólks á menningarefni fari frekar fram á ensku en íslensku, og hafi jafnvel heyrt af börnum sem tali blöndu af íslensku og ensku sem þau læri í tölvuleikjum og á YouTube. Það sé illskiljanleg blanda. Í desember síðastliðnum var fjallað um afleitar niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýndu fram á að aðeins tvö af hverjum þremur 15 ára börnum hér á landi byggju yfir grunnhæfni í lesskilningi, og aðeins rúmur helmingur drengja á sama aldri: Kvartað yfir skjánotkun en bókasöfnin læst „Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt,“ skrifar Sverrir. Þetta telur hann slæmt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög, sem kunni að líta til þeirra sem ráða ríkjum í ráðhúsinu í leit sinni að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum. „Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu,“ skrifar Sverrir innan sviga. „Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar.“ Nokkrar vikur skili engu í kassann Sverrir klykkir út með tilvísun í rithöfundinn Virginie Despentes, um að staðir þar sem fólk megi vera án þess að versla sér nokkuð, séu óðum að hverfa. „Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans,“ skrifar Sverrir. „Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins.“ Reykjavík Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Borgarstjórn Bókmenntir Grunnskólar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Í skoðanagrein sem Sverrir birti á Vísi í morgun, sem ber yfirskriftina Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt, segir Sverrir að sjö ára dóttir hans lesi eins og vindurinn. Stundum þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnist einnig gaman að horfa á bíó- og teiknimyndir, en hann eigi í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnisveitur Ríkisútvarpsins og Símans séu heldur fátæklegar í samanburði við Netflix, Disney, og franskar efnisveitur. „Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum),“ skrifar Sverrir. Banvæn blanda íslensku og YouTube-ensku „Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur.“ Hann finni sterkt fyrir því að neysla fólks á menningarefni fari frekar fram á ensku en íslensku, og hafi jafnvel heyrt af börnum sem tali blöndu af íslensku og ensku sem þau læri í tölvuleikjum og á YouTube. Það sé illskiljanleg blanda. Í desember síðastliðnum var fjallað um afleitar niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýndu fram á að aðeins tvö af hverjum þremur 15 ára börnum hér á landi byggju yfir grunnhæfni í lesskilningi, og aðeins rúmur helmingur drengja á sama aldri: Kvartað yfir skjánotkun en bókasöfnin læst „Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt,“ skrifar Sverrir. Þetta telur hann slæmt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög, sem kunni að líta til þeirra sem ráða ríkjum í ráðhúsinu í leit sinni að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum. „Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu,“ skrifar Sverrir innan sviga. „Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar.“ Nokkrar vikur skili engu í kassann Sverrir klykkir út með tilvísun í rithöfundinn Virginie Despentes, um að staðir þar sem fólk megi vera án þess að versla sér nokkuð, séu óðum að hverfa. „Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans,“ skrifar Sverrir. „Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins.“
Reykjavík Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Borgarstjórn Bókmenntir Grunnskólar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira