Gefa út kynjað skuldabréf Árni Sæberg skrifar 24. júní 2024 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira