Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:54 Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana tvo eftir að vegfarendur handsömuðu þá í gær. Tinna Bjarnadóttir Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan. Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan.
Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira