„Skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2024 09:30 Andri er framkvæmdastjóri ÍSÍ. vísir/einar Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi. Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir ÍSÍ Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir
ÍSÍ Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti