Erlent

Minnst 22 látnir eftir elds­voða í rafhlöðuverksmiðju

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Átján hinna látnu voru Kínverjar, tveir voru Suður-Kóreumenn og einn var Laosbúi. 
Átján hinna látnu voru Kínverjar, tveir voru Suður-Kóreumenn og einn var Laosbúi.  AP

Minnst 22 létust þegar eldur kviknaði í verksmiðju sem framleiðir liþínrafhlöður nærri bprginni Seoul í Suður-Kóreu í dag. 

Reuters hefur eftir slökkviliðinu í Seoul að eldur hafi kviknað þegar fjöldi rafhlaða sprakk í verksmiðju rafhlöðuframleiðandans Aricell í iðnaðarborginni Hwaseong, suðvestan höfuðborgarinnar. Aricell er í eigu breska fyrirtækisin S-Connect.

Þá segir að stór hluti þeirra látnu hafi verið kínverskir ríkisborgarar. Þeir hafi líklega látist eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegundum sem urðu til þegar eldurinn tók að dreifast. Vegna þess hve umfangsmikill eldsvoðinn var hafi verið erfitt bera kennsl á líkin. 

Eldsupptök liggja ekki fyrir en sex klukkustundir tók að ráða niðurlögum eldsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×