Félagið. hélt utan um rekstur veitingastaðakeðjunnar Wok On, sem taldi þegar mest var níu veitingastaði. WOKON ehf. skilaði 32 milljón króna hagnaði á síðasta ári og heildareignir eru 140 milljón króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júní. Mbl.is greindi fyrst frá því að félagið væri til sölu.
Einar Hugi Bjarnason er skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að um ræði níu sölustaði, sjö undir kennitölu WOKON ehf. og tveir undir kennitölu Wokon Mathöll ehf.
„Þetta eru níu staðir sem hættu skyndilega rekstri eftir afskipti lögreglunnar eins og frægt er,“ segir Einar Hugi í samtali við Vísi en auk rekstursins eru vörumerki, rekstrartæki og ökutæki til sölu.

Hann segir ákjósanlegast ef hægt yrði að selja allt í einu frekar en að selja einstaka einingar, en þó verði að koma í ljós hver eftirspurnin verði.
„Miðað við það sem ég hef skoðað í bókhaldi og ársreikningum félaganna hefur þessi rekstur bara gengið vel,“ segir Einar og að fram að lokun hafi skilað hagnaði.
Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir.
Félögin Vietnamese Cuisine ehf. og EA17 ehf. voru úrskurðuð gjaldþrota í mánuðinum. Aðspurður segist Einar Hugi ekki koma að gjaldþrotaskiptum þeirra félaga.