Takk fyrir tímamótafrumvörp í þágu mannréttinda og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2024 08:01 Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar