CNN greinir frá því að Orbán hafi verið á leið á flugvöllinn í Stuttgart þegar slysið varð í gær. Kvöldið áður hafði hann fylgst með ungverska karlalandsliðinu sigra það skoska, 1-0, í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins.
Lögreglumaðurinn sem um ræðir var 61 árs og slasaðist lífshættulega þegar 69 ára ökumaður BMW-bifreiðar ók inn á lokaðan veg og í veg fyrir bílalest forsætisráðherrans. Lögreglumaðurinn, sam kastaðist af mótorhjóli sínu, var fluttur á spítala og lést af sárum sínum. Annar lögreglumaður, 27 ára, slasaðist alvarlega í árekstrinum.