„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 13:19 Hannes Jón Jónsson tekur Guðmundur B. Ólafsson til beina í færslu á Instagram í dag. Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan. HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan.
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira