Fimmtán ómissandi hlutir í útileguna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2024 20:00 Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem er gæti verið sniðugt að hafa meðferði ferðalagið. Getty Hvað er dásamlegra en sólríkar sumarnætur í guðs grænni náttúrunni í góðum félagsskap? Að mati margra er það ómissandi þáttur af sumrinu. Þegar kemur að því að pakka niður fyrir ferðalagið er að mörgu að huga fyrir utan þann grunnbúnað sem fylgir útilegunni. Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem gæti verið sniðugt að hafa meðferðis í ferðalagið. Þráðlaus hátalari Góð tónlist er ómissandi fyrir útilegustemninguna. Höfum þó í huga að það geta verið fleiri gestir á svæðinu sem eru ekki með sama tónlistarsmekk og við sjálf. Munið eftir því að hlaða hátalarann áður en lagt er af stað. Getty Sjúkrakassi Hafið sjúkrakassa í bílnum. Ef eitthvað kemur upp á er gott að geta gripið í plástra, grisjur, sótthreinsandi klúta eða panódíl. Það er aldrei að vita í hvaða ævintýrum við lendum við leik í náttúrunni. Oft fylgir sjúkrakassi með nýlegum bílum og er því gott að hafa hann við höndina. Getty Hleðslubanki Það getur verið erfitt að komast í rafmagn á tjaldsvæðinu og er því sniðugt að hafa hleðslubanka fyrir símann og spjaldtölvuna í töskunni. Munið þó að hlaða hann fyrir ferðalagið eða á leiðinni í bílnum. Getty Vatnsbrúsi Takið með ykkur góðan vatnsbrúsa og munið að drekka nóg af vatni, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Aðrir drykkir geta verið meira freistandi á þessum tíma árs en íslenska vatnið er alltaf best. Getty Kaffi Í hugum margra er hápunktur dagsins að hella sér a upp á góðan kaffibolla. Munið eftir mokkakönnunni eða hraðsuðukatlinum og góðu kaffi. Getty Hlýtt teppi Það að sitja undir hlýju teppi í útilegustól á tjaldsvæðum landsins í góðum félagsskap er eitthvað annað notalegt. Getty Sólarvörn og varasalvi Munum eftir sólarvörn og varasalva með vörn! Þegar við erum utandyra allan daginn gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað sólin er sterk hér á landi. Berum á okkur þó svo að það sé skýjað. Getty Derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir við útilegudressið og hylja andlitið frá sólinni. Getty Blautþurrkur Blautþurrkur geta komið að góðum notum á ferðlagi í bílnum eða á tjaldsvæðinu. Hægt er að þrífa litla fingur eftir matartímann eða til að þrífa farðann af fyrir nóttina. Getty Bakkelsi og snarl Skellið í skúffuköku, snúða eða annað bakkelsi fyrir kaffitímann áður en lagt er af stað. Svo er alltaf gott að geta sett smá súkkulaði, osta og vínber á bakka til að gæða sér á um kvöldið. Getty Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty Sundföt og handklæði Taktu sundföt og handklæði með í ferðalagið. Sundferð með börnin eða rómantísk samvera með ástinni í fallegri náttúrulaug er frábær afþreying. A woman swimming in a hot spring in Iceland. Flugnafælur og kláðakrem Ekki láta lúsmý trufla þig á ferðalaginu og hafðu með þér flugnafælusprey eða annað sem fælir þær frá. Eitt ráð er að setja nokkra dropa af lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu í vatn og spreyjað í föt eða yfir rúmföt í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmiss konar fælandi sprey í apótekum. Sumir eru líklegri til að verða bitnir og er því gott að hafa kláðakrem, kælikrem eða ofnæmistöflur meðferðis. Getty Spil og afþreying Spilastokkur, Kubbur, Yatzy eða annað spil ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Leggjum frá okkur símana, hlustum á góða tónlist og spilum við vini eða fjölskyldu. Getty Sandalar Það er mjög gott að vera með sandala, td. Crocs, meðferðis í útileguna þegar við nennum ekki að klæða okkur í skó til að fara á klósettið. Einnig þægilegt að henda sér í inniskó eftir að hafa baðað sig í einhverri af náttúrulaugum landsins. Getty Síðast en ekki síst, mundu eftir góða skapinu! Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem gæti verið sniðugt að hafa meðferðis í ferðalagið. Þráðlaus hátalari Góð tónlist er ómissandi fyrir útilegustemninguna. Höfum þó í huga að það geta verið fleiri gestir á svæðinu sem eru ekki með sama tónlistarsmekk og við sjálf. Munið eftir því að hlaða hátalarann áður en lagt er af stað. Getty Sjúkrakassi Hafið sjúkrakassa í bílnum. Ef eitthvað kemur upp á er gott að geta gripið í plástra, grisjur, sótthreinsandi klúta eða panódíl. Það er aldrei að vita í hvaða ævintýrum við lendum við leik í náttúrunni. Oft fylgir sjúkrakassi með nýlegum bílum og er því gott að hafa hann við höndina. Getty Hleðslubanki Það getur verið erfitt að komast í rafmagn á tjaldsvæðinu og er því sniðugt að hafa hleðslubanka fyrir símann og spjaldtölvuna í töskunni. Munið þó að hlaða hann fyrir ferðalagið eða á leiðinni í bílnum. Getty Vatnsbrúsi Takið með ykkur góðan vatnsbrúsa og munið að drekka nóg af vatni, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Aðrir drykkir geta verið meira freistandi á þessum tíma árs en íslenska vatnið er alltaf best. Getty Kaffi Í hugum margra er hápunktur dagsins að hella sér a upp á góðan kaffibolla. Munið eftir mokkakönnunni eða hraðsuðukatlinum og góðu kaffi. Getty Hlýtt teppi Það að sitja undir hlýju teppi í útilegustól á tjaldsvæðum landsins í góðum félagsskap er eitthvað annað notalegt. Getty Sólarvörn og varasalvi Munum eftir sólarvörn og varasalva með vörn! Þegar við erum utandyra allan daginn gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað sólin er sterk hér á landi. Berum á okkur þó svo að það sé skýjað. Getty Derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir við útilegudressið og hylja andlitið frá sólinni. Getty Blautþurrkur Blautþurrkur geta komið að góðum notum á ferðlagi í bílnum eða á tjaldsvæðinu. Hægt er að þrífa litla fingur eftir matartímann eða til að þrífa farðann af fyrir nóttina. Getty Bakkelsi og snarl Skellið í skúffuköku, snúða eða annað bakkelsi fyrir kaffitímann áður en lagt er af stað. Svo er alltaf gott að geta sett smá súkkulaði, osta og vínber á bakka til að gæða sér á um kvöldið. Getty Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty Sundföt og handklæði Taktu sundföt og handklæði með í ferðalagið. Sundferð með börnin eða rómantísk samvera með ástinni í fallegri náttúrulaug er frábær afþreying. A woman swimming in a hot spring in Iceland. Flugnafælur og kláðakrem Ekki láta lúsmý trufla þig á ferðalaginu og hafðu með þér flugnafælusprey eða annað sem fælir þær frá. Eitt ráð er að setja nokkra dropa af lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu í vatn og spreyjað í föt eða yfir rúmföt í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmiss konar fælandi sprey í apótekum. Sumir eru líklegri til að verða bitnir og er því gott að hafa kláðakrem, kælikrem eða ofnæmistöflur meðferðis. Getty Spil og afþreying Spilastokkur, Kubbur, Yatzy eða annað spil ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Leggjum frá okkur símana, hlustum á góða tónlist og spilum við vini eða fjölskyldu. Getty Sandalar Það er mjög gott að vera með sandala, td. Crocs, meðferðis í útileguna þegar við nennum ekki að klæða okkur í skó til að fara á klósettið. Einnig þægilegt að henda sér í inniskó eftir að hafa baðað sig í einhverri af náttúrulaugum landsins. Getty Síðast en ekki síst, mundu eftir góða skapinu!
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira