Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 08:09 Landsréttur vill halda Pétri Jökli í haldi. Vísir Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent