Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 07:57 Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson mynda landslið Íslands á HM í pílukasti sem hefst í dag í Frankfurt. Vísir/Einar Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti