Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 07:57 Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson mynda landslið Íslands á HM í pílukasti sem hefst í dag í Frankfurt. Vísir/Einar Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira