Starfsmenn sýningarinnar eru því í sama geira og Tyson þó á aðeins smærri skala.
„Frábært tækifæri fyrir vísindamiðlarana okkar að hitta eina af rokkstjörnunum í vísindamiðlun,“ segir í færslu sem starfsmenn jarðhitasýningarinnar birtu á síðu sinni á Instagram um heimsóknina óvæntu.
„Neil spurði okkur spjörunum úr um jarðhitann og orkuframleiðsluna,“ segir svo.
Hann hefur verið kallaður Stjörnu-Sævar þeirra Bandaríkjamanna.