Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:07 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 23. september í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira