Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út.
Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.
— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024
It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j
Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár.
Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum.
„Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur.
U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP
— The Associated Press (@AP) June 26, 2024
Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Markverðir
- Casey Murphy (North Carolina Courage)
- Alyssa Naeher (Chicago Red Stars)
Varnarmenn
- Tierna Davidson (Gotham)
- Emily Fox (Arsenal)
- Naomi Girma (San Diego Wave)
- Casey Krueger (Washington Spirit)
- Jenna Nighswonger (Gotham)
- Emily Sonnett (Gotham)
Miðjumenn
- Korbin Albert (París Saint-Germain)
- Sam Coffey (Portland Thorns)
- Lindsey Horan (Lyon)
- Rose Lavelle (Gotham)
- Catarina Macario (Chelsea)
Framherjar
- Crystal Dunn (Gotham)
- Trinity Rodman (Washington Spirit)
- Jaedyn Shaw (San Diego Wave)
- Sophia Smith (Portland Thorns)
- Mallory Swanson (Chicago Red Stars)