Fyrsta markið kom loksins en Reggístrákarnir hans Heimis úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 07:31 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Ekvador. getty/Ethan Miller Möguleikar Jamaíku á að komast í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eru úr sögunni eftir tap fyrir Ekvador, 3-1, í öðrum leik liðsins í B-riðli keppninnar. Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga. Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga.
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira