HSÍ er okkur öllum til skammar Björn B. Björnsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun