HSÍ er okkur öllum til skammar Björn B. Björnsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar