Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 23:15 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu. Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu.
Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti