Hvers vegna getur ein greiðsla á ári frá TR verið góður kostur? Sigurjón Skúlason skrifar 28. júní 2024 10:30 Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri lífeyrisþegar kjósa að nýta sér eina greiðslu á ári frá Tryggingastofnun (TR) til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til TR í kjölfar árlegs uppgjörs, en ein greiðsla á ári er einmitt góður kostur fyrir lífeyrisþega með háar og breytilegar tekjur. Með slíkri greiðslu er greitt eftir rauntekjum samkvæmt skattframtali síðasta árs en ekki áætluðum tekjum sem oft reynist erfitt að vita um fyrir fram. Hverjum hentar ein greiðsla á ári? Þau sem eru að fá óverulegar mánaðarlegar greiðslur frá TR og treysta ekki alfarið á þær til að framfleyta sér ættu að íhuga að fá eina greiðslu á ári. Til dæmis má nefna að ef tekjur eru undir 50.000 krónum frá TR getur verið góður valkostur að fá eina greiðslu á ári. Til eru dæmi um að verið sé að greiða mjög lágar upphæðir mánaðarlega til einstaklinga, jafnvel undir 1.000 kr. Sömuleiðis getur ein greiðsla á ári hentað fyrir þau sem eru með háar og sveiflukenndar tekjur á mánuði samhliða greiðslum frá TR svo sem fjármagnstekjur sem getur verið erfitt að áætla á milli mánaða. Kostir við að fá eina greiðslu á ári Með því að fá eina greiðslu á ári færðu það sem þér ber, hvorki of eða van. Greiðslan byggir á rauntekjum samkvæmt skattframtali síðastliðins árs, en ekki áætluðum tekjum. Þú þarft ekki að uppfæra tekjuáætlunina þína innan ársins þegar og ef breytingar verða á tekjum þínum á milli mánaða og með því minnkar umsýsla þín vegna greiðslna frá TR. Þegar þú færð eingöngu eina greiðslu á ári þarftu ekki að endurgreiða til TR. Hvað þarftu að gera? Þú þarft að sækja um að fá eina greiðslu á ári og er hægt að gera það hvenær sem er ársins á Mínum síðum TR. Ef árið er hálfnað eins og nú er, þá munu greiðslur falla niður frá næstu mánaðamótum og í júní á næsta ári mun liggja fyrir niðurstaða um réttindi þessa árs. Með þessu móti stuðlar þú að réttum greiðslum til þín í samræmi við réttindi til lengri tíma. Í störfum okkar hjá TR leggjum við áherslu á að hver og einn fái greitt í samræmi við réttindi og höfum við séð að ein greiðsla á ári kemur vel út fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina okkar. Við viljum því vekja sérstaka athygli á þessari greiðsluleið. Höfundur er verkefnastjóri uppgjörsmála.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar