Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 12:50 Kristín Hrefna segir markvissa greiningu á kolefnisspori forsendu þess að móta aðgerðir sem dragi úr kolefnislosun. Aðsend Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. „Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“ Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“
Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira