Bensel náði ótrúlegum árangri á öðrum hring Opna bandaríska öldungarmótsins í golfi. Mótið er fyrir fimmtuga og eldri. Bensel fór nefnilega holu í höggi á tveimur holum í röð.
„Sögulegt,“ skrifaði bandaríska golfsambandið á samfélagsmiðla sína. Aldrei áður hafði kylfingur á PGA mótaröðinni náð þessu áður.
Hringurinn byrjaði reyndar ekkert allt of vel því Bensel fékk skolla á holu tvö. Hann átti aftur á móti sögulegt svar við því.
Bensel fór holu í höggi á fjórðu holunni og endurtók leikinn síðan á þeirri fimmtu. Þetta eru báðar par þrjú holur, sú fyrri er 168 metrar en sú síðari er 186 metrar.
Talandi um líkurnar á þessu þá eru líkurnar fyrir atvinnukylfing einn á móti þrjú þúsund að hann fari holu í höggi. Líkurnar eru aftur á móti 67 milljón á móti einum að hann fari tvisvar holu í höggi á sama hring.
What are the odds of two holes-in-one in a row!? 😱 pic.twitter.com/mNiPhDRKv8
— USGA (@USGA) June 28, 2024