Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júní 2024 14:56 Lambið var í fylgd ær og annars lambs sem sluppu með skrekkinn. Facebook Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira