„Hann á að vera hér á Íslandi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 19:24 Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Vísir/Viktor Freyr Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan. Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira