„Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2024 09:00 Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, reynir að loka eyrum fyrir gagnrýnisröddum. Vísir/Ívar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir frammistöðu liðsins á mótinu hingað til ekki eins slæma og fólk segir og gaf það í skyn að litlar breytingar yrðu á liði Englands fyrir leikinn gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum síðar í dag. Southgate, sem og allt liðið, hefur setið undið mikilli gagnrýni fyrir frammistöðuna á mótinu hingað til. Liðið var púað af velli og drykkjarföngum var kastað í fjölskyldar leikmanna eftir 0-0 jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins. En líkt og fyrirliðinn Harry Kane hefur Southgate litlar áhyggjur. „Frammistaðan var alls ekki eins slæm og hún er látin líta út fyrir að vera. Liðið er aldrei eins slæmt og fólk segir og aldrei eins gott og fólk vill,“ sagði Southgate á blaðamannafundi landsliðsins í gær. „Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á. Það er því mikilvægt að kasta ekki öllu á glæ, missa það sem við höfum verið að gera vel og hrista of mikið upp í hlutunum. Maður þarf að hundsa allt umtal og halda settri stefnu“ bætti hann svo við. Að lokum staðfesti Southgate svo að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw myndi ekki byrja leikinn en hann hefur æft á fullu með liðinu undanfarna daga eftir að hafa glímt við meiðsli. Kieran Trippier hefur leyst stöðuna en verður líklega sjálfur frá vegna meiðsla í dag. Búist er við því að Ezri Konsa byrji í vinstri bakverði. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02 Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira
Southgate, sem og allt liðið, hefur setið undið mikilli gagnrýni fyrir frammistöðuna á mótinu hingað til. Liðið var púað af velli og drykkjarföngum var kastað í fjölskyldar leikmanna eftir 0-0 jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins. En líkt og fyrirliðinn Harry Kane hefur Southgate litlar áhyggjur. „Frammistaðan var alls ekki eins slæm og hún er látin líta út fyrir að vera. Liðið er aldrei eins slæmt og fólk segir og aldrei eins gott og fólk vill,“ sagði Southgate á blaðamannafundi landsliðsins í gær. „Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á. Það er því mikilvægt að kasta ekki öllu á glæ, missa það sem við höfum verið að gera vel og hrista of mikið upp í hlutunum. Maður þarf að hundsa allt umtal og halda settri stefnu“ bætti hann svo við. Að lokum staðfesti Southgate svo að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw myndi ekki byrja leikinn en hann hefur æft á fullu með liðinu undanfarna daga eftir að hafa glímt við meiðsli. Kieran Trippier hefur leyst stöðuna en verður líklega sjálfur frá vegna meiðsla í dag. Búist er við því að Ezri Konsa byrji í vinstri bakverði.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02 Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31
Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. 29. júní 2024 13:02
Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28. júní 2024 11:01