Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 23:37 Þúsundir Parísarbúa mótmæltu frönsku Þjóðfylkingunni á lýðveldistorginu í kvöld. AP Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09