Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 23:37 Þúsundir Parísarbúa mótmæltu frönsku Þjóðfylkingunni á lýðveldistorginu í kvöld. AP Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent