„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:04 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. Íbúar á Völlunum eru margir hverjir ósáttir með óvissuna sem þeir telja ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á náttúruna í kring. vísir/vilhelm Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira