Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 08:59 Beryl fór yfir Grenada, Barbados og fleiri eyjar í gær og í nótt og er nú á leið yfir Jamaíka. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58