Fyrstur í sögunni til að verja þrjár vítaspyrnur í sama EM-leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 10:30 Diogo Costa las leikmenn Slóveníu og varði allar þrjár vítaspyrnur þeirra. Ibrahim Ezzat/Getty Images Diogo Costa, markvörður Porto og Portúgals, skráði sig á spjöld sögunnar í gærkvöld þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Markvörslur hans hjálpuðu Portúgal að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48