Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 11:13 Mennirnir tveir komu sem gestir á gistiheimilið um daginn en snéru síðan aftur um nóttina og fóru ránshendi um veitingahúsið. Aðsend Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi.
Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira