Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 11:13 Mennirnir tveir komu sem gestir á gistiheimilið um daginn en snéru síðan aftur um nóttina og fóru ránshendi um veitingahúsið. Aðsend Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi.
Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira