Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert. Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira