„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. júlí 2024 15:11 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira