„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. júlí 2024 15:11 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira