Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 15:00 Telma nefbrotnaði fyrr í sumar og spilar því með þessa glæsilegu grímu um þessar mundir. Vísir/Diego Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk. Á dögunum birti Vísir samantekt þar sem sama tölfræði var skoðuð í Bestu deild karla með hjálp tölfræðisíðunnar WyScout. Vissulega er ekki um gallalausa tölfræði að ræða enda snýst fótbolti um hvort liðið skorar fleiri mörk, allt annað er í grunninn aukaatriði. Það er engu að síður forvitnilegt að skoða tölfræðina yfir hvaða markvörður hefur komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals) í Bestu deild kvenna. Hvernig sú tölfræði er reiknuð er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Það sem meira er, tvö af þessum mörkum komu í einu og sama leiknum. Þá hefur Aníta Dögg Guðmundsdóttir, sú sem leysti Telmu af eftir að hún nefbrotnaði, aðeins fengið á sig eitt mark í leikjunum þremur sem hún hefur spilað. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins fengið á sig fjögur mörk í 10 leikjum þá hafa markverðir liðsins ekki verið að vinna yfirvinnu, reikna má þó með að varnarmenn liðsins hafi verið að því þar sem liðið fær einfaldlega ekki á sig það mörk færi í leik. Telma er í 2. sæti listans en hún hefur komið í veg fyrir 2,3 mörk í leikjunum sjö. Aníta Dögg er hins í mínus en eins litlum og hægt er, mínus 0,1. Á toppi listans er markvörður botnliðs Fylkis, Tinna Brá Magnúsdóttir. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug er Tinna Brá gríðarlega reynslumikil. Hún á að baki 80 leiki í efstu og næst efstu deild ásamt tólf leikjum fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik. Þó Fylkir hafi lekið inn mörkum í sumar verður hún ekki sökuð um að standa ekki vaktina í markinu en hún hefur komið í veg fyrir 3,95 mörk það sem af er tímabili. Ætli Fylkir sér að halda sæti sínu í deildinni þarf Tinna Brá eflaust að gera enn betur þar sem Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti sem er. Lið fyrri hlutans í Bestu deild kvenna🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/aCDl73hyPt— Besta deildin (@bestadeildin) June 30, 2024 Af þeim 15 markvörðum sem hafa spilað í Bestu deildinni það sem af er leiktíð þá eru aðeins þrjár sem hafa komið í veg fyrir eitt mark eða meira. Þar á meðal er Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sem hefur komið í veg fyrir 1,55 mark í átta leikjum. Systir hennar, Birta Guðlaugs, hefur staðið vaktina í marki Víkings í sjö leikjum á leiktíðinni. Hún er hins vegar 0,95 mark í mínus sem stendur. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska A-landsliðsins, er 1,2 mörk í mínus það sem af er leiktíð.Vísir/Anton Brink Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða Bestu deildar kvenna í heild sinni. Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Á dögunum birti Vísir samantekt þar sem sama tölfræði var skoðuð í Bestu deild karla með hjálp tölfræðisíðunnar WyScout. Vissulega er ekki um gallalausa tölfræði að ræða enda snýst fótbolti um hvort liðið skorar fleiri mörk, allt annað er í grunninn aukaatriði. Það er engu að síður forvitnilegt að skoða tölfræðina yfir hvaða markvörður hefur komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals) í Bestu deild kvenna. Hvernig sú tölfræði er reiknuð er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Það sem meira er, tvö af þessum mörkum komu í einu og sama leiknum. Þá hefur Aníta Dögg Guðmundsdóttir, sú sem leysti Telmu af eftir að hún nefbrotnaði, aðeins fengið á sig eitt mark í leikjunum þremur sem hún hefur spilað. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins fengið á sig fjögur mörk í 10 leikjum þá hafa markverðir liðsins ekki verið að vinna yfirvinnu, reikna má þó með að varnarmenn liðsins hafi verið að því þar sem liðið fær einfaldlega ekki á sig það mörk færi í leik. Telma er í 2. sæti listans en hún hefur komið í veg fyrir 2,3 mörk í leikjunum sjö. Aníta Dögg er hins í mínus en eins litlum og hægt er, mínus 0,1. Á toppi listans er markvörður botnliðs Fylkis, Tinna Brá Magnúsdóttir. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug er Tinna Brá gríðarlega reynslumikil. Hún á að baki 80 leiki í efstu og næst efstu deild ásamt tólf leikjum fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik. Þó Fylkir hafi lekið inn mörkum í sumar verður hún ekki sökuð um að standa ekki vaktina í markinu en hún hefur komið í veg fyrir 3,95 mörk það sem af er tímabili. Ætli Fylkir sér að halda sæti sínu í deildinni þarf Tinna Brá eflaust að gera enn betur þar sem Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti sem er. Lið fyrri hlutans í Bestu deild kvenna🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/aCDl73hyPt— Besta deildin (@bestadeildin) June 30, 2024 Af þeim 15 markvörðum sem hafa spilað í Bestu deildinni það sem af er leiktíð þá eru aðeins þrjár sem hafa komið í veg fyrir eitt mark eða meira. Þar á meðal er Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sem hefur komið í veg fyrir 1,55 mark í átta leikjum. Systir hennar, Birta Guðlaugs, hefur staðið vaktina í marki Víkings í sjö leikjum á leiktíðinni. Hún er hins vegar 0,95 mark í mínus sem stendur. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska A-landsliðsins, er 1,2 mörk í mínus það sem af er leiktíð.Vísir/Anton Brink Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða Bestu deildar kvenna í heild sinni. Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna.
Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5.
Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira