Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 15:00 Telma nefbrotnaði fyrr í sumar og spilar því með þessa glæsilegu grímu um þessar mundir. Vísir/Diego Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk. Á dögunum birti Vísir samantekt þar sem sama tölfræði var skoðuð í Bestu deild karla með hjálp tölfræðisíðunnar WyScout. Vissulega er ekki um gallalausa tölfræði að ræða enda snýst fótbolti um hvort liðið skorar fleiri mörk, allt annað er í grunninn aukaatriði. Það er engu að síður forvitnilegt að skoða tölfræðina yfir hvaða markvörður hefur komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals) í Bestu deild kvenna. Hvernig sú tölfræði er reiknuð er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Það sem meira er, tvö af þessum mörkum komu í einu og sama leiknum. Þá hefur Aníta Dögg Guðmundsdóttir, sú sem leysti Telmu af eftir að hún nefbrotnaði, aðeins fengið á sig eitt mark í leikjunum þremur sem hún hefur spilað. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins fengið á sig fjögur mörk í 10 leikjum þá hafa markverðir liðsins ekki verið að vinna yfirvinnu, reikna má þó með að varnarmenn liðsins hafi verið að því þar sem liðið fær einfaldlega ekki á sig það mörk færi í leik. Telma er í 2. sæti listans en hún hefur komið í veg fyrir 2,3 mörk í leikjunum sjö. Aníta Dögg er hins í mínus en eins litlum og hægt er, mínus 0,1. Á toppi listans er markvörður botnliðs Fylkis, Tinna Brá Magnúsdóttir. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug er Tinna Brá gríðarlega reynslumikil. Hún á að baki 80 leiki í efstu og næst efstu deild ásamt tólf leikjum fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik. Þó Fylkir hafi lekið inn mörkum í sumar verður hún ekki sökuð um að standa ekki vaktina í markinu en hún hefur komið í veg fyrir 3,95 mörk það sem af er tímabili. Ætli Fylkir sér að halda sæti sínu í deildinni þarf Tinna Brá eflaust að gera enn betur þar sem Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti sem er. Lið fyrri hlutans í Bestu deild kvenna🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/aCDl73hyPt— Besta deildin (@bestadeildin) June 30, 2024 Af þeim 15 markvörðum sem hafa spilað í Bestu deildinni það sem af er leiktíð þá eru aðeins þrjár sem hafa komið í veg fyrir eitt mark eða meira. Þar á meðal er Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sem hefur komið í veg fyrir 1,55 mark í átta leikjum. Systir hennar, Birta Guðlaugs, hefur staðið vaktina í marki Víkings í sjö leikjum á leiktíðinni. Hún er hins vegar 0,95 mark í mínus sem stendur. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska A-landsliðsins, er 1,2 mörk í mínus það sem af er leiktíð.Vísir/Anton Brink Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða Bestu deildar kvenna í heild sinni. Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Á dögunum birti Vísir samantekt þar sem sama tölfræði var skoðuð í Bestu deild karla með hjálp tölfræðisíðunnar WyScout. Vissulega er ekki um gallalausa tölfræði að ræða enda snýst fótbolti um hvort liðið skorar fleiri mörk, allt annað er í grunninn aukaatriði. Það er engu að síður forvitnilegt að skoða tölfræðina yfir hvaða markvörður hefur komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals) í Bestu deild kvenna. Hvernig sú tölfræði er reiknuð er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í sjö leikjum. Það sem meira er, tvö af þessum mörkum komu í einu og sama leiknum. Þá hefur Aníta Dögg Guðmundsdóttir, sú sem leysti Telmu af eftir að hún nefbrotnaði, aðeins fengið á sig eitt mark í leikjunum þremur sem hún hefur spilað. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins fengið á sig fjögur mörk í 10 leikjum þá hafa markverðir liðsins ekki verið að vinna yfirvinnu, reikna má þó með að varnarmenn liðsins hafi verið að því þar sem liðið fær einfaldlega ekki á sig það mörk færi í leik. Telma er í 2. sæti listans en hún hefur komið í veg fyrir 2,3 mörk í leikjunum sjö. Aníta Dögg er hins í mínus en eins litlum og hægt er, mínus 0,1. Á toppi listans er markvörður botnliðs Fylkis, Tinna Brá Magnúsdóttir. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug er Tinna Brá gríðarlega reynslumikil. Hún á að baki 80 leiki í efstu og næst efstu deild ásamt tólf leikjum fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik. Þó Fylkir hafi lekið inn mörkum í sumar verður hún ekki sökuð um að standa ekki vaktina í markinu en hún hefur komið í veg fyrir 3,95 mörk það sem af er tímabili. Ætli Fylkir sér að halda sæti sínu í deildinni þarf Tinna Brá eflaust að gera enn betur þar sem Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti sem er. Lið fyrri hlutans í Bestu deild kvenna🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/aCDl73hyPt— Besta deildin (@bestadeildin) June 30, 2024 Af þeim 15 markvörðum sem hafa spilað í Bestu deildinni það sem af er leiktíð þá eru aðeins þrjár sem hafa komið í veg fyrir eitt mark eða meira. Þar á meðal er Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sem hefur komið í veg fyrir 1,55 mark í átta leikjum. Systir hennar, Birta Guðlaugs, hefur staðið vaktina í marki Víkings í sjö leikjum á leiktíðinni. Hún er hins vegar 0,95 mark í mínus sem stendur. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska A-landsliðsins, er 1,2 mörk í mínus það sem af er leiktíð.Vísir/Anton Brink Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða Bestu deildar kvenna í heild sinni. Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna.
Þrír leikir eru á dagskrá Bestu deildar kvenna í kvöld. Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Breiðabliks á dagskrá rás Bestu deildarinnar. Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Klukkan 19.05 er leikur Fylkis og Víkings á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5.
Tinna Brá Magnúsdóttir [Fylkir] - Komið í veg fyrir 3,95 mörk í 10 leikjum Telma Ívarsdóttir [Breiðablik] - Komið í veg fyrir 2,31 mörk í 7 leikjum Aldís Guðlaugsdóttir [FH] - Komið í veg fyrir 1,55 mark í 8 leikjum Monica Wilhelm [Tindastóll] - Komið í veg fyrir 0,75 mark í 10 leikjum Shelby Money [Þór/KA] - Komið í veg fyrir 0,35 mark í 5 leikjum Aníta Dögg Guðmundsdóttir [Breiðablik] - 0,1 mark í mínus í 3 leikjum Herdís Halla Guðbjartsdóttir [FH] - 0,34 mark í mínus í 2 leikjum Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA] - 0,93 mark í mínus í 5 leikjum Birta Guðlaugsdóttir [Víkingur] - 0,95 mark í mínus í 7 leikjum Sigurbjörk Katla Sveinbjörnsdóttir [Víkingur] - 1,11 mark í mínus í 3 leikjum Erin McLeod [Stjarnan] - 1,19 mark í mínus í 5 leikjum Fanney Inga Birkisdóttir [Valur] - 1,21 í mínus í 10 leikjum Vera Varis [Keflavík] - 1,68 mark í mínus Mollee Swift [Þróttur Reykjavík]* - 1,5 mark í mínus. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving [Stjarnan] - 4,39 mörk í mínus *Mollee Swift er ekki á neinum listum á WyScout þegar kemur að markvörðum Bestu deildar kvenna.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira