Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:08 Tveir eiga að yfirfara merkingar á hverri gjöf samkvæmt reglum í Queensland en umboðsmaðurinn segir ekki tryggt að það hafi verið gert. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti. Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti.
Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira