Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 13:26 Rakel Mirra er stórhuga um reksturinn. aðsend Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“ Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“
Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira