Fulltrúar sérhagsmuna létu formanninn einan um orðið Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 13:11 Sigurður Kári Kristjánsson var formaður hópsins. Vísir/Sigurjón/Baldur Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30