Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 23:15 Andy Murray fékk hljóðnemann í hendurnar eftir leikinn í kvöld og þakkaði fyrir sig. Getty/Mike Egerton Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag. Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“ Tennis Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“
Tennis Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira