Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 11:46 Svona var ástandið í upphafi júnímánaðar á Norðurlandi. Mynd/Fríða Björk Einarsdóttir Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári. Veður Færð á vegum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári.
Veður Færð á vegum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Sjá meira