Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:38 Kristrún fagnaði með Starmer í Tate Modern í Lundúnum í gærkvöldi. samfylkingin Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. „Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“ Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“
Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17