Segir Miðflokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2024 13:25 Hildur lét Sigmund Davíð ekki eiga það lengi inni hjá sér að Mannréttindastofnun sé skrípi sem Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér. „Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira