Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 14:04 Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, segir að verkefni Coda Terminal muni ekki koma til með að hafa áhrif á neysluvatn. Aðsend/Vilhelm 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira