„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 20:38 Phil Foden reyndi að hughreysta Manuel Akanji eftir leik, en þeir eru liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/Michael Regan Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30