Innlent

Ann­ríkt hjá lög­reglu á stærsta degi Írskra daga

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan á Akranesi þurfti að sinna ansi mörgum verkefnum í nótt.
Lögreglan á Akranesi þurfti að sinna ansi mörgum verkefnum í nótt. Vísir/Viktor freyr

Annríkt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt og fram eftir morgni og sinnti hún um sjötíu málum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni Vesturlandi en í gær fór fram stærsti dagur Írskra daga og ætlar lögreglan að gestir hafi verið um fimm þúsund talsins.

Lögregla þurfti fimm sinnum að bregðast við vegna slagsmála en segir að engin alvarleg meiðsl hafi hlotist af. Þá voru fimm manns stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tíu vegna gruns og ölvun við akstur. Sjö fíkniefnamál komu líka upp.

Tveir gistu fangageymslu í nótt en þegar leið á nóttina þurfti að aðstoða allnokkra sem vegna ölvunar áttu í vandræðum með að komast í náttstað.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að þónokkrum ungmennum hafi verið komið í hendur félagsmálayfirvalda en að ekki liggi fyrir á þessari stund hversu mörg þau voru.

Að sögn lögreglumanna á næturvakt gekk vaktin vel, þrátt fyrir allt, og ekkert stórt kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×