Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 22:15 Fjöldi fólks er komið saman til þess að fagna því sem virðist vera ósigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. epa Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa Frakkland Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa
Frakkland Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira